Sungið við varðeld í Narfakotsseylu - myndir
Það var líflegt um að litast í morgun á Narfakotsseylu í Innri Njarðvík í morgun. Í tilefni af fullveldisdeginum söfnuðust nemendur og kennarar úr Akurskóla fyrir á útikennslusvæðinu og sungu saman.
Þangað voru einnig mætt börn af leikskólunum í Innri Njarðvík með íslenska fána og allir sungu svo saman við varðeld sem kveiktur var á svæðinu.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við þetta tækifæri.