Sungið um Ljósanótt
- Ljósanæturlögin í gegnum árin
Ljósanæturlög Reykjanesbæjar voru valin frá árunum 2002 til 2008. Þátttaka var mjög góð fyrstu árin og sendum tugir lagahöfunda inn lög í keppnina. Keppninni var jafnan gert hátt undir höfði og var m.a. sýnt beint frá keppninni á Skjá Einum þegar lag Njarðvíkingsins Ásmundar Valgeirssonar, Velkomin á Ljósanótt, sigraði í keppninni árið 2002. Það lag hefur lifað ansi vel og lengi en það er alltaf sungið af grunnskólanemum Reykjanesbæjar þegar blöðrunum er sleppt við setningu Ljósanætur. Árið 2007 varð Ljósanæturlagið afar umdeilt. Kom það til vegna þess að lagið, sem heitir Ó, Keflavík, þótti hefja eitt hverfi Reykjanesbæjar upp til skýjanna. Það þótti gagnrýnivert að hin sveitafélögin sem mynda Reykjanesbæ komu hvergi við sögu í textanum.
„Ég gef persónulega lítið út á þetta þótt ég skilji gagnrýnina á vissan hátt. Menn verða að taka þessu með víðsýni. Ég þekki ekki Reykjanesbæ enda er ég fæddur og uppalinn í Keflavík. Þetta lag er samið frá hjartanu og útkoman er svona," sagði Jóhann Helgason höfundur lagsins á sínum tíma. „Ljósanóttin verður nú vonandi haldin í einhverja áratugi í viðbót. Það kæmi mér ekki á óvart þótt Njarðvíkingar á borð við Magga Sigmunds og Jóa G. myndu semja óð til Njarðvíkur á næsta ári,“ bætti hann við.
2002
1. Velkomin á ljósanótt. Höfundur: Ásmundur Valgeirsson. Flytjandi: Einar Ágúst
2. Á Suðurnesjum. Höfundur: Jóhann G. Jóhannsson. Flytjandi: Einar Ágúst
3. Ljósanótt. Höfundur: Halldór Guðjónsson. Flytjandi Margrét Eir
2003
1. Ljóssins Englar: Lag Magnús Kjartansson Texti: Kristján Hreinsson
2. Bæði úti og inni: Lag Valgeir Guðjónsson. Flytjandi: Friðrik Ómar Hjörleifsson
2004
1. Þessa einu nótt Höfundur: Védís Hervör Árnadóttir. Flytjandi: Védís Hervör
2. María. Höfundur: Magnús Kjartansson. Flytjandi: Helgi Björnsson
3. Mín Ást. Höfundur: Elvar Gottskálksson. Flytjandi: Regína Ósk
2005
1. Haustnótt við Keflavík. Höfundur: Halldór Guðjónsson Flytjandi: Davíð Smári
2. Í alla nótt. Höfundur: Elvar Gottskálksson. Flytjandi: Guðbjörg Magnúsdóttir
3. Gemmér. Höfundur: Hallór Guðjónsson Flytjandi: Íris Kristjánsdóttir
2006
1. Ástfanginn. Höfundur: Védís Hervör Árnadóttir. Flytjandi: Regína Ósk
2. Bergnuminn. Höfundur: Arnór Vilbergsson. Flytjandi: Jóhannes Eiðsson
2007
1. Ó Keflavík. Höfundur: Jóhann Helgason. Flytjendur: Jóhann Helgason og Rúnar Júlíusson
2008
1. Í faðmi Ljósanætur. Höfundur: Halldór Guðjónsson. Flytjandi: Sjonni Brink
2. Rokk og ról. Höfundar: Ellert H. Jóhannsson og Sigurpáll Aðalsteinsson
3. Ég sá ljós. Höfundar: Hermann Ingi og Jónas Hermannsson