Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sungið um heilaga guðsmóður
Fimmtudagur 17. desember 2015 kl. 10:10

Sungið um heilaga guðsmóður

-Ave María í Keflavíkurkirkju

Kvennakór Suðurnesja hélt aðventutónleika í Keflavíkurkirkju í gærkveldi undir yfirskriftinni Ave María sem var lýsandi fyrir efnisskrá tónleikanna sem tileinkaðir voru Maríu mey.

Það má segja að það sé vel við hæfi í lok þessa árs þar sem haldið hefur verið upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna að konur syngi um heilaga Guðsmóður, tákn kvenleika og móðurímyndar.

Einsöngvarar voru Birta Rós Arnórsdóttir og Guðbjörg Guðmundsdóttir . Geirþrúður Fanney Bogadóttir lék á píanó og Birna Rúnarsdóttir á þverflautu. 

María Líndal las jólahugvekju og tónleikagestum var boðið upp á kaffi og konfekt í hléi.


Stjórnandi Kvennakórsins er Dagný Jónsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024