Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sungið í Skógarsal Háabjalla í Vogum
Föstudagur 10. ágúst 2018 kl. 11:45

Sungið í Skógarsal Háabjalla í Vogum

Miðvikudaginn 15. ágúst verður haldin söngskemmtun í skóginum í Háabjalla á útivistarsvæði Sveitarfélagsins Voga. Þetta er þriðja árið í röð sem að skemmtunin er haldin en Skógræktarfélagið Skógfell og Norræna félagið í Vogum standa fyrir þessum viðburði sem er hluti af Fjölskyldudögum Voga.

Skemmtikraftarnir í ár eru ekki af verri endanum en sem dæmi má nefna Svavar Knút, Gunnar Guttormsson og Njál Sigurðsson, Ólaf Baldvin og Sigurð Baldvin úr Keflavík með óvænt atriði ásamt fleirum. Að lokum syngja allir saman nokkur lög með söngfélaginu Uppsiglingu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samkomugestir fá drykki og brauðdeig til að baka á teini í eldi og er aðgangur ókeypis.


Það stefnir því allt í góða skógarferð í Háabjalla í Vogum miðvikudaginn 15. ágúst frá 19:30-22:00.