Sungið fyrir nammi
Öskudagurinn er í dag og því er mikið um dýrðir á Suðurnesjum enda frí í grunnskólum. Sú hefð að börn fari í fyrirtæki og verslanir á svæðinu og syngi á öskudaginn er skemmtileg og fá börnin nammi að launum. Klædd alls kyns búningum fara þau í hvert fyrirtækið á fætur öðru og í enda dagsins ætti nammipokinn að vera orðinn stútfullur.
Öskudagshátíð Reykjanesbæjar verður haldin í Reykjaneshöllinni kl. 14:00 og má búast við fólki á öllum aldri þangað í dag þar sem m.a. kötturinn verður sleginn úr tunnunni.
Mynd: Þessi krakkar sungu fyrir starfsfólk Víkurfrétta og fengu bland í poka að launum. VF-mynd: SævarS
Öskudagshátíð Reykjanesbæjar verður haldin í Reykjaneshöllinni kl. 14:00 og má búast við fólki á öllum aldri þangað í dag þar sem m.a. kötturinn verður sleginn úr tunnunni.
Mynd: Þessi krakkar sungu fyrir starfsfólk Víkurfrétta og fengu bland í poka að launum. VF-mynd: SævarS