Sungið fyrir fólkið á Víðihlíð í Grindavík
Eins og Suðurnesjafólk og líklega flestir Íslendingar vita, þá hefur verið um einstaka veðurblíðu að ræða að undanförnu og sú var svo sannarlega raunin miðvikudaginn 7. desember. Nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Grindavíkur mættu þá á hjúkrunarheimilið í Víðihlíð og sungu nokkur íslensk jólalög við góðar undirtektir viðstaddra. Myndirnar tók Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir.