Sundsprettur í sól og sælu!
Veðurguðirnir hafa aldeilis verið bæjarbúum hliðhollir í dag og er ekki fjarri að áætla að dagurinn hafi verið einn sá allra besti í sumar. Hitinn er í kringum 20 gráðurnar og alls staðar er fólk að spóka sig léttklætt í blíðunni.
Þessir ungu piltar gerðu sér glaðan dag og spókuðu sig í góða veðrinu í skrúðgarðinum í Keflavík. Mætti segja að um baðstrandarstemmningu hafi verið að ræða þar sem þeir fækkuðu fötum og skelltu sér í tjörnina.
Bæjarbúar eru hvattir til að drífa sig út og taka sumrinu fagnandi, það er nema þeir séu hlekkjaðir við skrifborðið og komist hvergi :)
VF-mynd/Hilmar Bragi
Þessir ungu piltar gerðu sér glaðan dag og spókuðu sig í góða veðrinu í skrúðgarðinum í Keflavík. Mætti segja að um baðstrandarstemmningu hafi verið að ræða þar sem þeir fækkuðu fötum og skelltu sér í tjörnina.
Bæjarbúar eru hvattir til að drífa sig út og taka sumrinu fagnandi, það er nema þeir séu hlekkjaðir við skrifborðið og komist hvergi :)
VF-mynd/Hilmar Bragi