Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sundlaugarnótt í Grindavík
Laugardagur 19. mars 2016 kl. 12:06

Sundlaugarnótt í Grindavík

– Í dag kl. 15:00 - 21:00.

Í dag er svokölluð „Sundlaugarnótt í Grindavík“ og ókeypis aðgangur í sundlauginni frá kl. 15-21

Á dagskrá í dag er eftirfarandi:

Kl. 15:00-16:00 Opið í lauginni. Kennsla í skriðsundi fyrir þá sem vilja á vegum sunddeildar UMFG.

Kl. 16:00-17:00 Félagar úr Kajakklúbbnum koma með kajaka og gefa fólki kost á að prófa kajaka í sundlauginni. Straumbát, sjókæjak og kanó.

Kl. 17:30-18:15 Hressileg dansspor og líkamsrækt í vatni fyrir alla aldurshópa.  Aqua Zumba öðru nafni  Zumba sundlaugarpartý gefur hressilegri líkamsþjálfum nýja merkingu. Gusugangur, teygjur, snúningar, hróp, flaut, hlátur og köll fylgja oft Aqua Zumba tímum. Kennari: Elísa Berglind, þaulreyndur aqua zumba kennari.

Kl. 18:30-20:00 Sundlaugardiskó fyrir unga fólkið.

Kl. 20:00 – 21:00 Róleg stemning. Tónlist og notaleg lýsing í sundlauginni fyrir sundlaugargesti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024