Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sundlaug Grindavíkur 20 ára
Frétt Grindavík.is.
Miðvikudagur 9. apríl 2014 kl. 10:02

Sundlaug Grindavíkur 20 ára

- Ókeypis í sund í dag og á morgun

Sundlaug Grindavíkur var vígð 9. apríl 1994 og er því 20 ára í dag miðvikudag. Í tilefni þess verður ókeypis í sund og einnig á morgun fimmtudaginn, á 40 ára kaupstaðarafmæli bæjarins.

Sundlaugin var vígð á sínum tíma í tilefni 20 ára kaupstaðaramælis bæjarins. Eðvard Júlíusson forseti bæjarstjórnar sagði í ávarpi sem hann flutti við þetta tækifæri, og greint var frá í Morgunblaðinu, að nú væri langþráður draumur Grindvíkinga að rætast með þessari nýju og fullkomnu sundlaug og í sundi megi segja að ekki ríki kynslóðabil, þar geti ungir sem aldnir brugðið á leik og skemmt sér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sundlaugin er af gerðinni Myrta, ítölsk af stærðinni 25 metrar að lengd og 12,5 á breidd. Það var Sigrún Huld Hrafnsdóttir ólympíufari sem synti fyrsta sprettinn í sundlauginni.