Sunddagurinn tókst vel
Sunddagurinn mikli var haldinn um allt land um síðustu helgi en markmið hans er að gera sundíþróttina sýnilegri og fjölga nýjum iðkendum.
Af því tilefni var boðið upp á dagskrá í Sundmiðstöð Keflavíkur þar sem gestir gátu kynnt sér starf sunddeildinna, tekið þátt í örsundmóti eða fengið góð ráð og leiðbeiningar í skriðsundi.
Deildirnar tóku á móti skráningum á sundæfingar auk þess sem boðið var upp á kaffi og kleinur.
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. kynnti byggingu nýrrar 50 m innilaugar og vatnagarðs sem nú er í byggingu og verður tekin í notkun á næsta ári.
Mynd/VF.is: Mikið af fólki kíkti í sund síðustu helgi