Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sundæfingar í Akurskóla
Mánudagur 10. september 2007 kl. 10:45

Sundæfingar í Akurskóla

Sundfélag Njarðvíkur er að fara af stað með sundæfingar fyrir börn á aldrinum 6-8 ára í nýju sundlauginni í Akurskóla. Við viljum að því tilefni bjóða öll börn á þessum aldri velkomin á æfingar til okkar þar sem lagt verður upp með að auka sundfærni nemenda með skemmtilegum leikjum og æfingum. Æfingarnar hefjast strax að loknum skólatíma og tengjast stundatöflunni þannig að nemendur fara beint á æfingar eftir skóla. Innritun hefst 13. september og æfingar hefjast 14. september.

Æfingar verða eins og hér segir:



 

 

 

 

 

 

 

Þjálfari: Jóhanna Ingvarsdóttir 693-2288
Síli: 6-7 ára (2x45 mín)    3500.-
Höfrungar: 7-8 ára (3x45 mín)   3800.-

Systkinaafsláttur: 25% fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og fjórða barn frítt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024