Sumri fagnað með Latínsveit Tómasar R í kvöld
Í kvöld, föstudagskvöld, mun Tónlistarfélagið og Sparisjóðurinn sameinast um að fagna sumarkomunni með tónleikum Latínsveitar Tómasar R. Tónleikarnir verða haldnir í Bíósal Duus húsa og hefjast kl. 21:00. Léttar veitingar verða í boði Sparisjóðsins í hléi. Latínsveitin er að venju skipuð valinkunnum tónlistarmönnum sem Tómas R. Einarsson leiðir af sinni alkunnu snilld. Með honum verða Samúel J. Samúelsson á básúnu, Kjartan Hákonarson á trompet, Ómar Guðjónsson á gítar og Matthías M.D. Hemstock á trommur og slagverk.
Efni tónleikanna er af geisladiskum Tómasar sem hafa verið tileinkaðir latíntónlist. Sá fyrsti, KÚBANSKA, kom út 2002. Disknum var vel tekið, hann fékk tvær tilnefningar til ÍTV og í bandaríska tímaritinu All About Jazz skrifaði C. Michael Bailey:“It´s a funny thing, all of this Latin Jazz coming from such remote places. But when it´s played that well, who cares?”
Árið 2003 hélt Tómas til Havana og hljóðritaði nýtt efni með kúbönskum tónlistarmönnum. Tveir þeirra komu svo til Íslands um haustið og fóru í tónleikaferð með hljómsveit TRE. Geisladiskurinn HAVANA hlaut góðar móttökur og tvenn verðlaun í djassflokki ÍTV. Tónlistargagnrýnandi New York Times, Peter Watrous, lofaði diskinn á helsta veftímariti latíntónlistarinnar, DESCARGA (“A pure descarga pleasure”).
Latínsveit TRE hefur spilað vítt og breitt um landið á síðustu árum auk þess að hafa leikið á Djasshátíðinni í Thorshávn 2004, Kongsberg Jazz Festival, einni elstu og virtustu djasshátíð Evrópu, 2005, og árið 2006 lék hún bæði á helsta djassklúbbi Moskvuborgar, Le Club, og hélt útgáfutónleika í því sögufræga húsi Casa de la Amistad í Havana.
ROMM TOMM TOMM var hljóðrituð í Reykjavík og Havana í mars og apríl 2006. Þar fléttar TRE saman leik íslenskra og kúbanskra tónlistarmanna í músík sem sækir jöfnum höndum í íslenska tónlistarhefð og kúbanska. ROMM TOMM TOMM fékk afbragðs viðtökur hérlendis, jafnt hjá gagnrýnendum og plötukaupendum, og erlendis hafa birst um diskinn lofsamlegir dómar, m.a. í El Habanero á Kúbu (“Kraftmikil tónlist, frábærlega spiluð”) og í bandaríska veftímaritinu Descarga.com (“Fagur og undarlegur tónlistarbræðingur”)
Latíndiskar TRE hafa nú selst samtals í sjö þúsund eintökum, að stærstum hluta á Íslandi. Þeir verða “gefnir út” á i-tunes, í yfir tuttugu löndum, á tímabilinu maí til júlí og hið þekkta bandaríska fyrirtæki Putumayo World Music hefur valið eitt lag af geisladisknum HAVANA á safnplötuna Latin Jazz, sem kemur út 26. júní.
Efni tónleikanna er af geisladiskum Tómasar sem hafa verið tileinkaðir latíntónlist. Sá fyrsti, KÚBANSKA, kom út 2002. Disknum var vel tekið, hann fékk tvær tilnefningar til ÍTV og í bandaríska tímaritinu All About Jazz skrifaði C. Michael Bailey:“It´s a funny thing, all of this Latin Jazz coming from such remote places. But when it´s played that well, who cares?”
Árið 2003 hélt Tómas til Havana og hljóðritaði nýtt efni með kúbönskum tónlistarmönnum. Tveir þeirra komu svo til Íslands um haustið og fóru í tónleikaferð með hljómsveit TRE. Geisladiskurinn HAVANA hlaut góðar móttökur og tvenn verðlaun í djassflokki ÍTV. Tónlistargagnrýnandi New York Times, Peter Watrous, lofaði diskinn á helsta veftímariti latíntónlistarinnar, DESCARGA (“A pure descarga pleasure”).
Latínsveit TRE hefur spilað vítt og breitt um landið á síðustu árum auk þess að hafa leikið á Djasshátíðinni í Thorshávn 2004, Kongsberg Jazz Festival, einni elstu og virtustu djasshátíð Evrópu, 2005, og árið 2006 lék hún bæði á helsta djassklúbbi Moskvuborgar, Le Club, og hélt útgáfutónleika í því sögufræga húsi Casa de la Amistad í Havana.
ROMM TOMM TOMM var hljóðrituð í Reykjavík og Havana í mars og apríl 2006. Þar fléttar TRE saman leik íslenskra og kúbanskra tónlistarmanna í músík sem sækir jöfnum höndum í íslenska tónlistarhefð og kúbanska. ROMM TOMM TOMM fékk afbragðs viðtökur hérlendis, jafnt hjá gagnrýnendum og plötukaupendum, og erlendis hafa birst um diskinn lofsamlegir dómar, m.a. í El Habanero á Kúbu (“Kraftmikil tónlist, frábærlega spiluð”) og í bandaríska veftímaritinu Descarga.com (“Fagur og undarlegur tónlistarbræðingur”)
Latíndiskar TRE hafa nú selst samtals í sjö þúsund eintökum, að stærstum hluta á Íslandi. Þeir verða “gefnir út” á i-tunes, í yfir tuttugu löndum, á tímabilinu maí til júlí og hið þekkta bandaríska fyrirtæki Putumayo World Music hefur valið eitt lag af geisladisknum HAVANA á safnplötuna Latin Jazz, sem kemur út 26. júní.