Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sumri fagnað í árlegri skrúðgöngu
Fimmtudagur 24. apríl 2014 kl. 11:39

Sumri fagnað í árlegri skrúðgöngu

Að venju gengu skátar og tónlistarfólk Tónlistarskóla Reykjanesbæjar inn sumarið með árlegri skrúðgöngu í Reykjanesbæ. All nokkur fjöldi fólks mætti í gönguna til að fagna sumri.

Gengið var frá skátaheimili Heiðarbúa í fylgd lögreglu sem leiðir gönguna á sinn virðulega og skemmtilega hátt. Samkvæmt hefð var gengið til Keflavíkurkirkju þar sem messa var haldin í tilefni dagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmyndari Víkurfrétta var líka samkvæmt gamalli hefð mættur til að mynda gönguna og tók hann þær sem fylgja fréttinni.

Starfsmenn Víkurfrétta senda lesendum nær og fjær bestu óskir um gleðilegt sumar með þökkum fyrir veturinn.