Sumarvinnu ungmenna að ljúka
Miklar breytingar eru að verða á vinnumarkaði þessa dagana. Skólafólker að snúa til náms og hverfa frá sumarstörfum. Víðast hvar er bæjarvinnu sveitarfélaganna lokið.Meðfylgjandi mynd var tekin í Vogum í gærdag. Þar hafa tveir piltar fengið framlengingu á sumarvinnunni þar til skólarnir byrja. Þeir hafa þann starfa að hreinsa rusl af opnum svæðum í bænum og gengu um götur í gær með svartan ruslapoka og voru nokkuð kátir þegar ljósmyndari Víkurfrétta smellti af þessari ljósmynd.