Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sumartónar í Hvalsneskirkju
Þriðjudagur 9. júlí 2024 kl. 10:27

Sumartónar í Hvalsneskirkju

Tríó Norðsól mun fara með áheyrendur í músíkalsk ferðalag um Norðulöndin á tónleikum í Hvalsneskirkju í kvöld, þriðjudaginn 9. júlí kl. 19:30.

Á Sumartónum í Hvalsneskirkju mun Svafa Þórhallsdóttir, sem ættuð er frá Keflavík, vera ein flytjenda en hún starfar í Danmörku um þessar mundir og kemur í heimabyggð með samstarfskonum að flytja tónleika.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tríó Norðsól skipa þær Svafa Þórhallsdóttir, sópransöngkona, Hanna Englund, sellóleikari, og Anne Mathiesen, píanóleikari.

Þær flytja tónlist eftir Grieg, Carl Nielsen, Sibelius, Jórunni Viðar og Hugo Alfven.

Aðgangseyrir er 3.000,- og frítt er fyrir átján ára og yngri.

Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og Tónlistarsjóði.