Brons
Brons

Mannlíf

Sumartónar í Hvalsneskirkju
Laugardagur 10. júní 2023 kl. 11:21

Sumartónar í Hvalsneskirkju

Næstkomandi þriðjudag 13. júní  kl. 19:30 verða tónleikar í Hvalsneskirkju í Suðurnesjabæ.

Hlín Pétursdóttir Behrens, söngkona og Hrólfur Vagnsson, harmonikuleikari flytja tónlist á þjóðlegum nótum í bland við franska og suður-ameríska tónlist. Rödd og harmonika njóta sín í samhljómi sem á það til að vera angurvær og seiðandi, en leikandi léttleiki og fjörlegir taktar eru aldrei langt undan.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Tónlist m.a. eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Wes Stephens, Heitor Villa-Lobos og Jón Múla Árnason.

Aðgangseyrir er 2500.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikarröðinni Sumartónar í Hvalsneskirkju og eru styrktir af Uppbyggingasjóði Suðurnesja og Tónlistarsjóði.