Sumartónar í Hvalsneskirkju
Næstkomandi þriðjudag 13. júní kl. 19:30 verða tónleikar í Hvalsneskirkju í Suðurnesjabæ.
Hlín Pétursdóttir Behrens, söngkona og Hrólfur Vagnsson, harmonikuleikari flytja tónlist á þjóðlegum nótum í bland við franska og suður-ameríska tónlist. Rödd og harmonika njóta sín í samhljómi sem á það til að vera angurvær og seiðandi, en leikandi léttleiki og fjörlegir taktar eru aldrei langt undan.
Tónlist m.a. eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Wes Stephens, Heitor Villa-Lobos og Jón Múla Árnason.
Aðgangseyrir er 2500.
Tónleikarnir eru hluti af tónleikarröðinni Sumartónar í Hvalsneskirkju og eru styrktir af Uppbyggingasjóði Suðurnesja og Tónlistarsjóði.