Sumartónar í Hvalsneskirkju
Næstkomandi þriðjudag, 12. júlí kl. 19:30, verða haldnir tónleikar í Hvalsneskirkju í Suðurnesjabæ.
Bjarni Thor Kristinsson, söngvari, og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari, munu flytja dagskrána Menning á Miðnesheiði. Dagskráin samanstendur af íslenskum sönglögum og amerískum slögurum.
Aðgangseyrir er 2.500 krónur.
Tónleikarnir eru hluti af tónleikarröðinni Sumartónar í Hvalsneskirkju og eru styrktir af Uppbyggingasjóði Suðurnesja og Tónlistarsjóði.