Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Mannlíf

Sumarspjall: Steik að hætti Gumma frænda
Mánudagur 27. júlí 2015 kl. 16:57

Sumarspjall: Steik að hætti Gumma frænda

Aníta Lind Róbertsdóttir er 17. ára Keflavíkurmær sem stundar nám við FS. Hún hefur eytt meirihluta sumarfrísins í Florida. The Weeknd á sumarsmellinn og fallegt veður kemur henni í sumarfíling.

Aldur og búseta?
17 ára, Keflavík.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Starf eða nemi?
Nemi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Hvernig hefur sumarið verið hja þér?
Notalegar 5 vikur í Ameríku og ágætir dagar hér heima.

Hvernig á að verja sumarfríinu?
Ég ætla að njóta þess sem eftir er með fjölskyldu og vinum.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?
Geri ekki ráð fyrir að fara neitt lengra en upp í sveit.

Eftirlætis staður á Íslandi?
Mér finnst alltaf notalegt á Akureyri.

Hvað einkennir íslenskt sumar?
Falleg sólsetur.

Áhugamál þín?
Það sem hefur verið mér efst í huga síðan ég man eftir mér er allt sem viðkemur háloftunum og flugi. Svo er að sjálfsögðu nauðsynlegt að hafa gaman af hreyfingu og menntun.

Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin?
Ég ferðast meira á sumrin

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
Ekki ákveðið.

Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?
Fallegt veður.

Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Fátt annað en Can't Feel My Face með The Weeknd spilað í USA, svo það minnir mig helst á sumarið í ár.

Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Landið okkar verður mun fallegra.

En versta?
Kuldinn.

Uppáhalds grillmatur?
Steik að hætti Gumma frænda.

Sumardrykkurinn?
Vatn, allan ársins hring.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25