Sumarspjall: Steik að hætti Gumma frænda
Aníta Lind Róbertsdóttir er 17. ára Keflavíkurmær sem stundar nám við FS. Hún hefur eytt meirihluta sumarfrísins í Florida. The Weeknd á sumarsmellinn og fallegt veður kemur henni í sumarfíling.
Aldur og búseta?
17 ára, Keflavík.
Starf eða nemi?
Nemi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Hvernig hefur sumarið verið hja þér?
Notalegar 5 vikur í Ameríku og ágætir dagar hér heima.
Hvernig á að verja sumarfríinu?
Ég ætla að njóta þess sem eftir er með fjölskyldu og vinum.
Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?
Geri ekki ráð fyrir að fara neitt lengra en upp í sveit.
Eftirlætis staður á Íslandi?
Mér finnst alltaf notalegt á Akureyri.
Hvað einkennir íslenskt sumar?
Falleg sólsetur.
Áhugamál þín?
Það sem hefur verið mér efst í huga síðan ég man eftir mér er allt sem viðkemur háloftunum og flugi. Svo er að sjálfsögðu nauðsynlegt að hafa gaman af hreyfingu og menntun.
Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin?
Ég ferðast meira á sumrin
Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
Ekki ákveðið.
Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?
Fallegt veður.
Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Fátt annað en Can't Feel My Face með The Weeknd spilað í USA, svo það minnir mig helst á sumarið í ár.
Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Landið okkar verður mun fallegra.
En versta?
Kuldinn.
Uppáhalds grillmatur?
Steik að hætti Gumma frænda.
Sumardrykkurinn?
Vatn, allan ársins hring.