Sumarspjall: Skoða fagra landið okkar
Sævar Freyr Eyjólfsson er 21 árs og býr í Innri Njarðvík. Hann starfar hjá bílaleigunni Enterprise og ætlar sér til Florida í sumar og einnig að ferðast innanlands.
Aldur og búseta?
21 árs og bý í Innri Njarðvík
Starf eða nemi?
Starfa hjá Enterprise
Hvernig hefur sumarið verið hja þér?
Sumarið er búið að vera ansi rólegt og þæginlegt, byrjaði á að fara til florida í 3 vikur rétt fyrir maí og svo er allt á fullu í ræktinni og körfuboltanum
Hvar verður þú að vinna í sumar?
Ég starfa á Enterprise
Hvernig á að verja sumarfríinu?
Það á að nýta það vel í að ferðast með kærustunni minni henni Anitu Rut og einnig með vinum mínum ásamt því að æfa vel í sumar, svo að sjálfsögðu að brosa og lifa lífinu
Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?
Já, ég fer aftur til Florida og svo er verið að fara í óvissuferðir og skoða fagra landið okkar einnig
Eftirlætis staður á Íslandi?
Það myndi vera Þingvellir og Mývatn
Hvað einkennir íslenskt sumar?
Það er þegar maður á quality time með kærustunni og vinum og fjölskyldu og skála fyrir hinu og þessu, svo auðvitað að sólinn sest varla og alltaf gaman að búa til nýjar og góðar minningar
Áhugamál þín?
Körfubolti, líkamsrækt og viðskipti, svo auðvitað að eyða tíma með fólkinu mínu
Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin?
Ætli það sé ekki bara að ferðast um landið og stunda útivisitr sem ég hef gaman af...
Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
Það verður farið í fyrsta sinn til Eyja þar sem ég hef eiginlega alltaf verið að vinna um verslunarmanna helgina...
Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?
Það er ljúf tónlist, sólinn og svo hvað allir verða mun kátari á þessum tíma árs
Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Það er bara öll platan hjá honum Gísla Pálma
Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Allir kátir, skála með þínu fólki og svo auðvitað njóta þess því við höfum ekki langt sumar
En versta?
Ekkert, er mikill aðdáandi sumarsins
Uppáhalds grillmatur?
Það er nautalundir og bakaðar kartöflur
Sumardrykkurinn?
Ginger Ale