Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sumarspjall: Langar að prufa golf í sumar
Sunnudagur 20. júlí 2014 kl. 12:41

Sumarspjall: Langar að prufa golf í sumar

Sunneva Ómarsdóttir er tvítug og býr í Innri-Njarðvík. Hún útskrifaðist úr Verzlunarskólanum í vor og vinnur hjá Landsbankanum. Hana langar að ferðast innanlands í sumar og segir að það besta við sumarið er að allir eru jákvæðari og að þurfa ekki alltaf að vera í úlpu.

Hvernig hefur sumarið verið hjá þér?
Það byrjaði vel alla vega. Ég fór í útskriftarferð til Mallorca í tvær vikur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvar verður þú að vinna í sumar?
Ég vinn í Landsbankanum.

Hvernig á að verja sumarfríinu?
Vinna, slaka á og ferðast.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?
Já, mig langar að ferðast innanlands í sumar, þá helst til Akureyrar.

Eftirlætis staður á Íslandi?
Ég verð að velja tvo, Akureyri og Drangsnes.

Hvað einkennir íslenskt sumar?
Útilegur, grillmatur og að sjálfsögðu rigning.

Áhugamál þín?
Mér finnst mjög gaman að ferðast.

Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin?
Nei, væri samt gaman að prufa golf í sumar.

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Því miður þarf ég að vinna um verslunarmannahelgina, annars væri ég pottþétt að fara á Þjóðhátíð.

Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?
Að vera í útilegu með skemmtilegu fólki, og nauðsynlegt að vera með gítar!

Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Mér dettur bara ekkert í hug.

Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Hvað allir eru miklu jákvæðari og að þurfa ekki alltaf að vera í úlpu.

En versta?
Held að flestir geti verið sammála, það vantar meiri sól.

Uppáhalds grillmatur?
Ég er ekkert voðalega hrifin af grillmat, en ég myndi segja svínalundir.

Sumardrykkurinn?
Kók með klökum og sítrónu.