Sumarspjall: Íslendingar fara í stuttbuxur þótt það séu ekki nema 10 gráður
Ólöf Hafdís Einarsdóttir segir sumarið hafa verið í lagi en veðrið mætti vera betra. Hún ætlar að njóta þess að vera í faðmi fjölskyldunnar um verslunarmannahelgina.
Hvernig hefur sumarið verið hingað til hjá þér?
Sumarið er bara búið að vera allt í lagi, mætti alveg vera betra veður.
Hvað fer á grillið hjá þér?
Það fer lambakjöt og lax á grillið hjá mér.
Á að ferðast eitthvað innanlands í sumar?
Ætlaði í ferðalag en er svo hætt við.
En erlendis?
Fer ekkert erlendis fyrr en kannski í haust.
Er eitthvað sem er einnkennandi fyrir íslenskt sumar að þínu mati?
Allir íslendingar fara í stuttbuxur og út í góða veðrið þótt svo það sé ekki nema 10 gráður úti.
Hvað á að gera um verslunarmannahelgina?
Ég ætla að njóta þess að vera í faðmi fjölskyldunnar.