Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sumarspjall: Ískalt Mountain Dew verður seint toppað
Mánudagur 7. júlí 2014 kl. 11:24

Sumarspjall: Ískalt Mountain Dew verður seint toppað

Keflvíkingurinn Andri Þór Unnarson er 17 ára gamall og er fyrstur í Sumarspjalli Víkurfrétta. Hann segist alltaf hafa það notalegt á Flúðum en hann hefur mjög gaman að því að fara í útilegu. Hann mun vinna á bílaleigu og ætlar einnig að spila fótbolta í sumar.

Hvernig leggst sumarið í þig?
Alveg ljómandi vel.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvar verður þú að vinna í sumar?
Á bílaleigunni Dollar Thrifty.

Hvernig á að verja sumarfríinu?
Spila fótbolta, vinna og gera einhvað skemmtilegt með vinunum.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?
Það er ekkert planað en ef ég hef tíma þá skelli ég mér í útilegu með félögunum.

Eftirlætis staður á Íslandi?
Alltaf notalegt á Flúðum.

Hvað einkennir íslenskt sumar?
Dagsbirta 24/7

Áhugamál þín?
Fótbolti, snjóbretti, ferðast, vinirnir og margt fleira.

Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin?
Fótboltinn er í uppáhaldi og hef stundað síðan ég var þriggja ára gamall.

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
Mögulega fara í útlegu úti á landi.

Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?
Hlusta á góða tónlist og henda í potta partý með vinunum.

Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Stolen Dance, en það kemur svo margt til greina.

Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Frí í skólanum og ferðast.

En versta?
Birtan þegar maður ætlar að fara að sofa.

Uppáhalds grillmatur?
Ekkert betra en nautalundir grillaðar af Unnari bróðir mínum.

Sumardrykkurinn?
Ískalt Mountain Dew verður seint toppað.