Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Mannlíf

Sumarspjall: Hamborgarar oftast á grillið
Þriðjudagur 2. ágúst 2011 kl. 10:33

Sumarspjall: Hamborgarar oftast á grillið

Grindvíkingurinn Sigurbjörn Daði Dagbjartsson var á makrílveiðum um verslunarmannahelgina en hann starfar sem togarasjómaður. Hann hefur dyttað að húsinu í sumar og haft það gott.

Hvernig hefur sumarið verið hingað til hjá þér?

Sumarið hefur verið mjög gott. Ég er togarasjómaður og hef verið í fríi núna frá 27. júní og var auk þess í fríi í maí. Annars hef ég verið á sjónum meira og minna í sumar.

Á að ferðast eitthvað innanlands í sumar?

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Hef ferðast aðeins innanlands, var í sumarbústað í Kiðjabergi og fór til Grímseyjar yfir helgi.

En erlendis?

Mun ekkert ferðast erlendis í sumar.

Hvað á annars að gera í sumarfríinu?

Sumarfríið hefur að mestu farið í viðhald á húsinu og sólpallinum og er þeirri vinnu nánast lokið. Hef líka golfað nokkuð mikið.

Hvað fer á grillið hjá þér?

Það sem oftast fer á grillið er sennilega hamborgarar en allt kjötmeti er mjög vinsælt.

Er eitthvað sem er einnkennandi fyrir íslenskt sumar að þínu mati?

Íslensk sumarnótt er mest einkennandi fyrir íslenskt sumar.

Dubliner
Dubliner