Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sumarspjall: Grilllyktin og af nýslegnu grasi
Sunnudagur 28. júní 2015 kl. 11:27

Sumarspjall: Grilllyktin og af nýslegnu grasi

Einar Þór stundar nám við FS og er flokkstjóri í vinnuskóla Reykjanesbæjar

Einar Þór Kjartansson stundar nám við FS og er flokkstjóri í vinnuskóla Reykjanesbæjar. Hann fer til New York í sumar og segir að svínakótilettur sé uppáhalds grillmatur.

Aldur og búseta?
19 ára, Keflavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Starf eða nemi?
Stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er flokkstjóri núna í sumar.

Hvernig hefur sumarið verið hja þér?
Alveg ágætt hingað til.

Hvar verður þú að vinna í sumar?
Flokkstjóri í vinnuskólanum.

Hvernig á að verja sumarfríinu?
Spila fótbolta, vinna og ferðast.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?
Já, ég fer til New York 2.júlí

Eftirlætis staður á Íslandi?
Akureyri, fer þangað sjaldan en það er alltaf gott veður þar.

Hvað einkennir íslenskt sumar?
Allavega ekki sól.

Áhugamál þín?
Fótbolti og ferðast.

Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin?
Fer oftar í sund á sumrin.

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
Ekki ákveðið.

Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?
Finna lyktina af ný slánu grasi og grilllyktin.

Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Headlights með Robin Schulz.

Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Spila fótbolta í góðu veðri.

En versta?
Dettur ekkert annað í hug en veðrið.

Uppáhalds grillmatur?
Svínakótilettur eru í miklu uppáhaldi.

Sumardrykkurinn?
Aquarius og Dr. Pepper.