Sumarspjall: Grilllyktin og af nýslegnu grasi
Einar Þór stundar nám við FS og er flokkstjóri í vinnuskóla Reykjanesbæjar
Einar Þór Kjartansson stundar nám við FS og er flokkstjóri í vinnuskóla Reykjanesbæjar. Hann fer til New York í sumar og segir að svínakótilettur sé uppáhalds grillmatur.
Aldur og búseta?
19 ára, Keflavík
Starf eða nemi?
Stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er flokkstjóri núna í sumar.
Hvernig hefur sumarið verið hja þér?
Alveg ágætt hingað til.
Hvar verður þú að vinna í sumar?
Flokkstjóri í vinnuskólanum.
Hvernig á að verja sumarfríinu?
Spila fótbolta, vinna og ferðast.
Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?
Já, ég fer til New York 2.júlí
Eftirlætis staður á Íslandi?
Akureyri, fer þangað sjaldan en það er alltaf gott veður þar.
Hvað einkennir íslenskt sumar?
Allavega ekki sól.
Áhugamál þín?
Fótbolti og ferðast.
Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin?
Fer oftar í sund á sumrin.
Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
Ekki ákveðið.
Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?
Finna lyktina af ný slánu grasi og grilllyktin.
Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Headlights með Robin Schulz.
Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Spila fótbolta í góðu veðri.
En versta?
Dettur ekkert annað í hug en veðrið.
Uppáhalds grillmatur?
Svínakótilettur eru í miklu uppáhaldi.
Sumardrykkurinn?
Aquarius og Dr. Pepper.