Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sumarspjall: Góða veðrið og grilllyktin kemur manni í sumarfíling
Sunnudagur 13. júlí 2014 kl. 11:47

Sumarspjall: Góða veðrið og grilllyktin kemur manni í sumarfíling

Aron Ingi Valtýsson er  21 árs Keflvíkingur og starfar hjá Landsbankanum.  Hann ætlar í sumarbústað og á þjóðhátíð í sumar og segir að Pepsi deildin sé það besta við sumarið.

Hvernig leggst sumarið í þig?
Rosalega vel, þetta á eftir að vera eitthvað...

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvar verður þú að vinna í sumar?
Ég er að vinna í Landsbankanum og er í sumarfríi í Seljudal.

Hvernig á að verja sumarfríinu?
Reyna að gera sem flest með vinum.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?
Nei. Bara bústaðarferðir og eitthvað smotterí.

Eftirlætis staður á Íslandi?
Vestmannaeyjar eða Þórsmörk.

Hvað einkennir íslenskt sumar?
Það sem einkennir sumarið er góður mórall og allir til í að gera eitthvað skemmtilegt.

Áhugamál þín?
Íþróttir og tónlist.

Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin?
Ég reyni að spila eitthvað golf, en hefur gengið eitthvað illa síðustu 2 sumur.

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Þá verður haldið á þjóðhátíð.

Hvað fær þig til að komast í sumarfíling?
Góða veðrið og grilllyktin.

Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Júníus Meyvant – Color Decay
Art Is Dead – Bad Politics

Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Pepsi deildin.

En versta?
Hvað sumarið er stutt.

Uppáhalds grillmatur?
Humar og nautakjöt.

Sumardrykkurinn?
Kók, skiptir ekki máli hvaða árstíð er.