Dubliner
Dubliner

Mannlíf

Sumarspjall: Góða veðrið og grilllyktin kemur manni í sumarfíling
Sunnudagur 13. júlí 2014 kl. 11:47

Sumarspjall: Góða veðrið og grilllyktin kemur manni í sumarfíling

Aron Ingi Valtýsson er  21 árs Keflvíkingur og starfar hjá Landsbankanum.  Hann ætlar í sumarbústað og á þjóðhátíð í sumar og segir að Pepsi deildin sé það besta við sumarið.

Hvernig leggst sumarið í þig?
Rosalega vel, þetta á eftir að vera eitthvað...

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Hvar verður þú að vinna í sumar?
Ég er að vinna í Landsbankanum og er í sumarfríi í Seljudal.

Hvernig á að verja sumarfríinu?
Reyna að gera sem flest með vinum.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?
Nei. Bara bústaðarferðir og eitthvað smotterí.

Eftirlætis staður á Íslandi?
Vestmannaeyjar eða Þórsmörk.

Hvað einkennir íslenskt sumar?
Það sem einkennir sumarið er góður mórall og allir til í að gera eitthvað skemmtilegt.

Áhugamál þín?
Íþróttir og tónlist.

Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin?
Ég reyni að spila eitthvað golf, en hefur gengið eitthvað illa síðustu 2 sumur.

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Þá verður haldið á þjóðhátíð.

Hvað fær þig til að komast í sumarfíling?
Góða veðrið og grilllyktin.

Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Júníus Meyvant – Color Decay
Art Is Dead – Bad Politics

Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Pepsi deildin.

En versta?
Hvað sumarið er stutt.

Uppáhalds grillmatur?
Humar og nautakjöt.

Sumardrykkurinn?
Kók, skiptir ekki máli hvaða árstíð er.
 

Dubliner
Dubliner