Sumarspjall: Bjartsýni fólks meiri á sumrin
Hrefna Tómasardóttir starfar sem kennari í Akurskóla. Í sumarfríinu sínu ætlar hún að njóta þess að vera heima með fjölskyldunni.
Hvernig hefur sumarið verið hingað til hjá þér?
Sumarið er búið að vera fínt, hef notið þess að vera heima ég er í sumarfríi í allt sumar.
Hvað fer á grillið hjá þér?
Kjúlli fer á grillið hjá mér.
Á að ferðast eitthvað innanlands í sumar?
Ég mun hvorki ferðast innanlands né erlendis, ætla bara að vera heima og njóta þess.
Hvað á annars að gera í sumarfríinu?
Ég ætla að vera heima og fara í göngutúra, prjóna, lesa og vera með fjölskyldunni og hundunum.
Er eitthvað sem er einnkennandi fyrir íslenskt sumar að þínu mati?
Það sem einkennir íslenskt sumar er að sjálfsögðu birtan og bjartsýni fólksins, allt snýst í andhverfu sína.
Hvað á að gera um verslunarmannahelgina?
Ég ætla að vera heima um Verslunnarmannahelgina eins og undanfarin ár, stundum hef ég tekið mig til og haldið pallahátíð í Háseylunni.