Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sumarspjall: Bjart allan sólarhringinn
Miðvikudagur 15. júlí 2015 kl. 13:40

Sumarspjall: Bjart allan sólarhringinn

Linda María Steinþórsdóttir er 16 ára Keflvíkingur og starfar hjá Subway í sumar. Hún ætlar sér í sumarfrí til Þýskalands og fer svo í Lake Nona High School í Florida í haust.

Aldur og búseta?
Ég er 16 ára og bý í Keflavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Starf eða nemi?
Vinn á Subway yfir sumarið og er í Lake Nona High School úti í Bandaríkjunum.

Hvernig hefur sumarið verið hja þér?
Bara mjööög fínt, alltaf gott að vera heima á Íslandi.

Hvar verður þú að vinna í sumar?
Á Subway.

Hvernig á að verja sumarfríinu?
Bara njóta mín hérna á Íslandi áður en ég fer aftur út.

Ætlar þú að ferðast í sumar og hvert þá?
Já, til Þýskalands til vinkonu minnar og svo til Florida.

Eftirlætis staður á Íslandi?
Seljalandsfoss og Þingvellir.

Hvað einkennir íslenskt sumar?
Hversu bjart það er allan sólarhringinn.

Áhugamál þín?
Teikna og hlaupa (eða frjálsar íþróttir) alveg elska það.

Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin?
Fara bara í sumarbústað og vera úti með vinum minum.

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
Örugglega bara vinna eða það held ég.

Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?
Að vera úti svo lengi að þú gleymir þér út af birtunni og góð tónlist auðvitað.

Hver er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Shots - Imagine Dragons (Broiler Remix).

Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Birtan, fólkið og stemningin.

En versta?
Ef það rignir allt sumarið.

Uppáhalds grillmatur?
Góð steik með bakaðri kartöflu og ískalt Coke.

Sumardrykkurinn?
Mountain Dew.