Sumarspjall: Amabadama kemur mér í fíling
Eyþór Guðjónsson er 20 ára og býr í Reykjanesbæ. Hann er á húsasmíðasamningi hjá Trésmíði Guðjóns Guðmunds. Aðalvík og Vestmannaeyjar eru hans uppáhaldsstaðir og fótbolti er áhugamálið.
Aldur og búseta?
20 ára, bý hjá mömmu og pabba.
Starf eða nemi?
Er á húsasmíðasamningi hjá Trésmíði Guðjóns Guðmunds.
Hvernig hefur sumarið verið hjá þér?
Nokkuð þægilegt, hef farið í tvær útilegur hingað til, annars snýst sumarið meira og minna um fótboltann.
Hvar verður þú að vinna í sumar?
Í smíðavinnu hjá pabba.
Hvernig á að verja sumarfríinu?
Vinna, spila fótbolta og reyna að ferðast sem mest um landið og fara í útilegur.
Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?
Já, ég ætla að reyna það en ekkert planað hvert.
Eftirlætisstaður á Íslandi?
Aðalvík og Vestmannaeyjar.
Hvað einkennir íslenskt sumar?
Útilega, íslensk tónlist og sólsetrið.
Áhugamál þín?
Fótbolti.
Einhver áhugamál sem þú stundar aðeins á sumrin?
Ekkert sérstakt sem ég man eftir.
Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
Þjóðhátíð í Eyjum!
Hvað fær þig til þess að komast í sumarfíling?
Gott veður (lítið um það á Íslandi), íslensk tónlist og góður grillmatur.
Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Er ekki með eitthvað eitt lag í huga en flest öll lög hjá Amabadama koma mér í góðan fíling.
Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Að fara í góða útileigu með góðum vinum.
En versta?
Leiðinlegt veður.
Uppáhaldsgrillmatur?
Nautlund.
Sumardrykkurinn?
Kopparberg kemur sterkur inn.