Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sumarspjall: Amabadama kemur mér í fíling
Laugardagur 8. ágúst 2015 kl. 09:00

Sumarspjall: Amabadama kemur mér í fíling

Eyþór Guðjónsson er 20 ára og býr í Reykjanesbæ. Hann er á húsasmíðasamningi hjá Trésmíði Guðjóns Guðmunds. Aðalvík og Vestmannaeyjar eru hans uppáhaldsstaðir og fótbolti er áhugamálið.

Aldur og búseta?
20 ára, bý hjá mömmu og pabba.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Starf eða nemi?
Er á húsasmíðasamningi hjá Trésmíði Guðjóns Guðmunds.

Hvernig hefur sumarið verið hjá þér?
Nokkuð þægilegt, hef farið í tvær útilegur hingað til, annars snýst sumarið meira og minna um fótboltann.

Hvar verður þú að vinna í sumar?
Í smíðavinnu hjá pabba.

Hvernig á að verja sumarfríinu?
Vinna, spila fótbolta og reyna að ferðast sem mest um landið og fara í útilegur.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?
Já, ég ætla að reyna það en ekkert planað hvert.

Eftirlætisstaður á Íslandi?
Aðalvík og Vestmannaeyjar.

Hvað einkennir íslenskt sumar?
Útilega, íslensk tónlist og sólsetrið.

Áhugamál þín?
Fótbolti.

Einhver áhugamál sem þú stundar aðeins á sumrin?
Ekkert sérstakt sem ég man eftir.

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
Þjóðhátíð í Eyjum!

Hvað fær þig til þess að komast í sumarfíling?
Gott veður (lítið um það á Íslandi), íslensk tónlist og góður grillmatur.

Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Er ekki með eitthvað eitt lag í huga en flest öll lög hjá Amabadama koma mér í góðan fíling.

Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Að fara í góða útileigu með góðum vinum.

En versta?
Leiðinlegt veður.

Uppáhaldsgrillmatur?
Nautlund.

Sumardrykkurinn?
Kopparberg kemur sterkur inn.