Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sumarspjall: Allir verða jákvæðari á sumrin
Laugardagur 20. júní 2015 kl. 11:30

Sumarspjall: Allir verða jákvæðari á sumrin

Unnur María Steinþórsdóttir er 19 ára Keflvíkingur. Hún er nýsúdent úr FS og vinnur á Hótel Keflavík. Hún íhugar að fara á Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina og vonast til þess að fara í sína fyrstu útileigu í sumar.

Aldur og búseta?
19 ára Keflvíkingur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Starf eða nemi?
Vinn á Hótel Keflavík í morgunmatnum. Nýstúdent úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Hvernig hefur sumarið verið hja þér?
Alveg fínt, vinna mjög mikið en finn alltaf tíma fyrir vini mina og fjölskyldu og geri eitthvað skemmtilegt með þeim.

Hvar verður þú að vinna í sumar?
Á Hótel Keflavík.

Hvernig á að verja sumarfríinu?
Vinna mikið, slaka á og fara í ferðalög, hátíðir, tónleika og vonandi útilegu.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?
Nei en fór tvisvar sinnum út á vorönninn, útskrifarferð til Marokkó í janúar og svo fór ég til Flórída í páskafríinu með fjölskyldunni minni, báðar ferðirnar rosalega skemmtilegar!

Eftirlætis staður á Íslandi?
Meðalfellsvatn, fallegur staður og virkilega notarlegt þarna.

Hvað einkennir íslenskt sumar?
Vinna og njóta þess að vera ekki í skólanum haha, þarf samt ekkert að pæla í því lengur. Vera líka með fjölskyldunni og vinum og gera eitthvað skemmtilegt með þeim.

Áhugamál þín?
Ferðast, dans, tónlist, hundar (pug), ljósmyndun, vera með vinum mínum og fjölskyldu.

Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin?
Vinna en það mun breytast því ég er útskrifuð úr FSS og ætla vinna mikið þangað til ég veit hvað ég vil gera í framtíðinni.

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
Allaveganna ekki vinna haha, íhuga að fara fyrsta sinn til Eyja á Þjóðhátíð með vinum mínum.

Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?
Ekkert sérstakt, flestir sem ég þekki myndu segja að fara í útilegu sem ég hef aldrei farið í en vonandi mun það breytast í sumar.

Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Að velja eitt lag er einum og erfitt, tvö lög koma samt sterk inn og það eru lögin “I Got You” með Duke Dumont klikkar ekki og einnig lagið “Chasing The Sun” með The Wanted.

Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Allir verða miklu jákvæðari.

En versta?
Veðrið, leiðinlegt allt árið og finnst við eiga það skilið að fá gott veður á sumrin, helst geðveikt veður!

Uppáhalds grillmatur?
Ef ég myndi þurfa velja eitt þá væri það nautafille.

Sumardrykkurinn?
Pink Lemonade er uppáhalds, fæ það alltaf þegar ég fer til Ameríku en hér á Íslandi myndi það örugglega vera ísköld kók í gleri.