Sumarmessa á Hvalsnesi helguð minningu sr. Hallgríms Péturssonar
Félag fyrrum þjónandi presta annast sumarmessu á Suðurnesjum í Hvalsneskirkju sunnudaginn 23. júní kl 14:00.
Messan verður helguð minningu sr Hallgríms Péturssonar sem þjónaði þar á árunum 1644–1651 en í haust verða liðin 350 ár frá andláti hans. Án efa verður það góð upplifun að njóta messu með helstu reynsluboltum úr prestastétt.
Sr. Kristján Valur Ingólfsson, fyrrum Vígslubiskup í Skálholti, fer fyrir hópnum.