Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fimmtudagur 2. ágúst 2001 kl. 10:02

Sumarlist í Svarta pakkhúsinu

Sumar Gallerý verður opnað á vegum Félags myndlistamanna í Reykjanesbæ, fimmtudaginn 9. ágúst í Svarta pakkhúsinu, Hafnargötu 2 í Keflavík. Gallerýið verður opið alla daga frá kl. 14:00 til 17:00.
Um tuttugu félagsmenn taka þátt í verkefninu og verða með myndir til sölu á viðráðanlegu verði. Um er að ræða tilraunarverkefni sem getur orðið fastur þáttur í sumarmenningu bæjarins ef vel tekst til. Gestir og gangandi geta búist við að hitta fyrir myndlistamenn að störfum ef þeir líta við í gallerýinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024