Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sumarliði færist nær stjörnunum
Fimmtudagur 8. ágúst 2013 kl. 11:45

Sumarliði færist nær stjörnunum

Lokaprófið framundan

Keflvíkingurinn Sumarliði Þorsteinsson gengst núna undir loka prófraun sem sker úr um það hvort hann sé hugsanlega á leið út í geiminn. Sumarliði sem búsettur er í Svíþjóð þar sem lokaprófið fer fram, hefur í sumar hefur verið í markvissri þjálfun hjá Suðurnesjatröllinu, Sævari Borgars. „Hann hefur pískrað mig áfram og það er algerlega honum að þakka að ég er að fara að standast þolprófið,“ sagði Sumarliði í samtali við VF.

Sumarliði er ákaflega spenntur eins og gefur að skilja en um helgina fer fram þríþætt próf í Svíþjóð þar sem 12 keppendur gangast undir.  Fyrst er um að ræða minnispróf, svo lógíst þrautarpróf og loks þolpróf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

..Hvað minnisprófið varðar, þá er ég ekki beinlínis skarpasti hnífurinn í skúffunni þegar kemur að því að muna hluti, en alls ekkert vonlaus. Fyrir lógíska þáttinn þá tel ég mig vera þokkalega heilsteyptann í hausnum. Svo þolprófið mikla sem ég er hvað mest undirbúinn fyrir þökk sé Sævari.“

Nú er Sumarliði staddur í Svíþjóð en þar sigraði hann örugglega í netkosningu í vor sem tryggði honum í 12 manna úrslit. Sigurvegara þrautanna verður svo boðið til Flórída í Kennedy Space Center í alvöru geimfaraþjálfun. Um alþjóðlega keppni er að ræða og fer hún fram í um 60 löndum. Alls eiga 22 einstaklingar tækifæri á því að komast upp í geim þannig að nú verður spennandi að sjá hvort draumur Sumarliða rætist.

VF myndir EJS.