Sumarlestur grunnskólabarna hafinn
Það er engin ástæða til að leggja frá sér bókina þótt skólinn sé búinn því nú er sumarlesturinn á Bókasafni Reykjanesbæjar hafinn. Þátttakan hefur verið góð og þeir sem ekki eru nú þegar byrjaðir geta hafið lestur hvenær sem er því sumarlesturinn stendur til 31. ágúst.
Sumarlesturinn er fyrir grunnskólabörn og það eina sem þarf er að vera læs. Þátttakendur geta lesið það sem þeir vilja, þegar þeir vilja og á sínum hraða, því þetta snýst um hvern og einn einstakling.
Í upphafi fá allir bókamerki og bókaskrá þar sem heiti bókar og blaðsíðufjöldi er skráður niður. Til að fá stimpil í bókaskrána þarf þátttakandinn að skila inn laufléttri umsögn um hverja lesna bók í afgreiðslu safnsins. Eftir hverjar þrjár lesnar bækur fær þátttakandinn viðurkenningu. Til að fylla eina bókaskrá þarf að lesa 18 bækur.
Allar umsagnir verða settar á vef bókasafnsins: www.reykjanesbaer.is/bokasafn og þar verður hægt að sjá hvaða krakkar eru að lesa hvað og hvað þeim finnst um þær bækur. Bókaskráin frá bókasafninu gildir líka í sumarlestri grunnskólanna.
Sumarlesturinn er fyrir grunnskólabörn og það eina sem þarf er að vera læs. Þátttakendur geta lesið það sem þeir vilja, þegar þeir vilja og á sínum hraða, því þetta snýst um hvern og einn einstakling.
Í upphafi fá allir bókamerki og bókaskrá þar sem heiti bókar og blaðsíðufjöldi er skráður niður. Til að fá stimpil í bókaskrána þarf þátttakandinn að skila inn laufléttri umsögn um hverja lesna bók í afgreiðslu safnsins. Eftir hverjar þrjár lesnar bækur fær þátttakandinn viðurkenningu. Til að fylla eina bókaskrá þarf að lesa 18 bækur.
Allar umsagnir verða settar á vef bókasafnsins: www.reykjanesbaer.is/bokasafn og þar verður hægt að sjá hvaða krakkar eru að lesa hvað og hvað þeim finnst um þær bækur. Bókaskráin frá bókasafninu gildir líka í sumarlestri grunnskólanna.