Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sumarlestur Bókasafns Reykjanesbæjar út ágúst
Þriðjudagur 15. ágúst 2017 kl. 14:16

Sumarlestur Bókasafns Reykjanesbæjar út ágúst

Sumarlestur í Bókasafni Reykjanesbæjar heldur áfram út ágúst og geta öll börn á grunnskólaaldri tekið þátt.

Sumarlestur er mikilvægur því hann viðheldur og eflir lestrarfærni sem börnin hafa náð á sl. skólaár. Nú fer skólinn að byrja aftur og það er gott að koma lestrinum aftur í rútínu eftir vonandi notalegt sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dregið verður úr öllum skráningum og lestrarleikjablöðum föstudagana 18. ágúst og 1. september. Athugið að tekið er við skráningum og leikjablöðum fram til klukkan 12.00 föstudaginn 1. september.

Nánari upplýsingar eru á vef Bókasafns Reykjanesbæjar