Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sumarlestur á bókasafninu í Garði
Mánudagur 2. júlí 2012 kl. 13:45

Sumarlestur á bókasafninu í Garði


Lestrarátak nemenda Gerðaskóla hófst nú í byrjun júní á Bókasafninu í Garði og stendur yfir frá júní - ágústloka. Átakið fór vel af stað, enn er nægur tími til að hefja þátttöku.

Við viljum hvetja foreldra til að koma með börnunum á bókasafnið og aðstoða þau við val á bókum og styðja þau þannig í þessu skemmtilega verkefni.

Nánari upplýsingar gefur bókavörður á opnunartíma safnsins sem er opið: Mánudaga – Fimmtudaga frá kl. 15.00 – 18.00. Opið í allt sumar!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024