Stuðlaberg Pósthússtræti
Stuðlaberg Pósthússtræti

Mannlíf

Sumarkomu fagnað í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 30. apríl 2025 kl. 13:28

Sumarkomu fagnað í Reykjanesbæ

Sumarkomu var fagnað í Reykjanesbæ með skrúðgöngu og skátamessu á sumardaginn fyrsta. Veðrið lék við göngufólkið sem lagði upp frá skátaheimili Heiðabúa við Vatnsnesveg og gengið var í lögreglufylgd og lúðrablæstri stóran hring um bæinn. Gangan endaði við Keflavíkurkirkju þar sem fram fór árleg skátamessa þar sem skátar í Reykjanesbæ voru í aðalhlutverki. Meðfylgjandi myndir voru teknar í í göngunni.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona