Miðvikudagur 24. apríl 2013 kl. 15:40
Sumarkomu fagnað á Nesvöllum
Félag eldri borgara á Suðurnesjum og Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum ætlar að fagna sumarkomu í kvöld á Nesvöllum.
Gleðin hefst kl. 20:00 og eru eldri borgarar og unnendur harmonikutónlistar hvattir til að mæta og taka með sér góða skapið.