Sumarið og sólin í linsunni hjá Einari
Sumarið hefur náð hámarki og veðurguðirnir hafa leikið við hvern sinn fingur síðustu vikur. Sólin hefur sýnt sig mjög oft og hlýindi í lofti.
Einar Guðberg Gunarsson, áhugaljósmyndari býr í einu af háhýsum Keflavíkur og við köllum hann tíðindamann VF í háloftunum en þar er hann oft með linsuna á lofti. Hér eru nokkrar flottar frá Einari.