Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sumarhátíð í heilsuleikskólanum Garðaseli
Þriðjudagur 4. júlí 2023 kl. 06:12

Sumarhátíð í heilsuleikskólanum Garðaseli

Sumarhátíð leikskólans Garðasels var haldin á dögunum þar sem börn og starfsfólk skemmti sér vel allan daginn. Hoppukastali var á svæðinu og auk þess voru ýmsir krókar á útisvæðinu þar sem hver og einn gat fundið eitthvað við sitt hæfi. Foreldrafélag Garðasels styrkti hátíðina að venju, meðal annars kom DansKompaníið með glæsilegt Disney-atriði og einnig styrkti félagið við leikskólann með því að kaupa andlitsmálningu fyrir börnin, leigði hoppukastala og útvegaði efnivið fyrir risasápukúlur. 

Skemmtileg hefð hefur einnig skapast í kringum sumarhátíð leikskólans síðustu ár þegar ísbíllinn vinsæli mætir á svæðið með ís fyrir börn og starfsfólk. Foreldrafélag skólans hefur hannað skreytingar fyrir ísbílinn góða og fyllir hann af nokkrum ístegundum til að allir geti valið sér íspinna eftir óskum. Síðan mætir bíllinn á svæðið með tilheyrandi bjölluhljóm til að tilkynna komu sína.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og sjá má á myndunum hefur foreldrafélagið tekið hlutverk sitt í ísbílnum mjög alvarlega og hafa fulltrúar félagsins einnig klætt sig upp í tilefni dagsins. Börnin fá einnig íspening til að „borga“ fyrir ísinn.