Sumarhátíð eldri borgara hjá Framsókn
Mikill fjöldi eldri borgara safnaðist saman í Framsóknarhúsinu í gær þegar sumarhátíð eldri borgara fór fram. Framsóknarflokkurinn afhenti Púttklúbb eldri borgara golfkúlur merktar Framsókn í tilefni dagsins og Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra fór með gamanmál og var óhræddur við að gera óspart grín af sjálfum sér.Þá lék Rúnar Júlíusson á gítar og tók meðal annars gamalt vinsældarlag sem heitir ‚‚nútímamaðurinn‘‘ en breytti því yfir í ‚‚framsóknarmaðurinn‘‘ og tóku Framsóknarmenn vel undir með þá Hjálmar Árnason og Guðna Ágústsson í broddi fylkingar. Meðfylgjandi myndir voru teknar í framsóknarhúsinu í gær.