Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sumarfjör í Fjörheimum
Þriðjudagur 20. júlí 2004 kl. 12:03

Sumarfjör í Fjörheimum

Sumarnámskeið Fjörheima var haldið 24. júní til 23. júní og 24. júní til 2. júlí.
Á þriðja tug krakka sem lokið höfðu 7. bekk sóttu námskeiðið og gerðu sér ýmislegt til dundurs.

Meðal annars var grillað í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum, buslað í Nauthólsvík og Rauða Kross húsin í Reykjanesbæ og Reykjavík skoðuð. Krakkarnir fengu að kynnast vinnunni í Vinnuskólanum af eigin raun í einn dag og fóru einnig í ratleik sem barst um allan Reykjanesbæ þar sem þau tókust á við ýmis verkefni. Þau hjóluðu í Sandgerði og skoðuðu þar Fræðasetrið ásamt því að skella sér í sund.

Lokadagur beggja námskeiðanna var sannkallað ævintýri, því þá gengu krakkarnir frá Fjörheimum og alla leið inn í Sólbrekkuskóg þar sem slegið var upp tjöldum. Þann dag fóru krakkarnir í Bláa lónið og að lokinni afslappandi dvöl þar var grillað og svo tóku við leikir og spjall langt fram á nótt.
Námskeiðið tókst vel í alla staði og þeir krakkar sem tóku þátt fóru allir heim reynslunni ríkari og margir hverjir með nýja vini.
AF vef Reykjanesbæjar og fjorheimar.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024