Sumarfjör Fjörheima: Fóru gangandi í tjaldferðalag
Krakkar úr Fjörheimum í Reykjanesbæ héldu í gær i hina árlegu útilegu Sumarfjörsins.
Gengið var frá 88-húsinu sem leið liggur að Sólbrekkum þar sem þeim var skutlað í Bláa lónið þar sem þau skoluðu af sér. Að því loknu slógu krakkarnir upp tjöldum grilluðu pylsur og skemmtu sér vel.
Þau eru væntanleg heim í dag, en mikið hefur verið í gangi hjá þeim í sumarfjörinu síðustu daga.
VF-mynd/Þorgils: Krakkarnir rákust á Ljósmyndara Víkurfrétta á leið út úr bænum.