Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sumarfjör Fjörheima að hefjast
Þriðjudagur 24. maí 2005 kl. 13:02

Sumarfjör Fjörheima að hefjast

Fjörheimar munu í sumar bjóða krökkum sem eru að klára sjöunda bekk að taka þátt í ævintýranámskeiðinu Sumarfjöri.

Námskeiðin í sumar verða tvö, það fyrra stendur frá 13. til 22. júní, en það síðara er frá 23. júní til 1. júlí. Þar verður tekið upp á ýmsu, t.d. farið í skemmti- og fræðsluferð til Reykjavíkur, kynningar hjá vinnuskólanum, útilegu og margt fleira. Aðaláherslan er hins vegar á að vera saman og skemmta sér vel.

Þátttökugjald er 3000 kr og fer skráning fram í Fjörheimum á morgun. Nánari upplýsingar má finna í kynningarbækling sem var dreift í hús í Reykjanesbæ.

Mynd frá útilegu í fyrrasumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024