Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sumardeginum fyrsta fagnað í Útskálakirkju og Sjólyst
Miðvikudagur 20. apríl 2022 kl. 10:04

Sumardeginum fyrsta fagnað í Útskálakirkju og Sjólyst

Sumardagurinn fyrsti, 21. apríl nk., verður haldinn hátíðlegur í Útskálakirkju klukkan 14:00 þar sem barnakór Gerðaskóla syngur og ljóðaverðlaun verða afhent í ljóðasamkeppni sem haldin er í nafni Unu Guðmundsdóttur frá Sjólyst í Garði.

Lögð verða blóm á leiði Unu Guðmundsdóttur og síðan boðið upp á vöfflur, kaffi og svaladrykki í Sjólyst, minjasafni sem Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttir á veg og vanda af.
Allir hjartanlega velkomnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024