Sumardagurinn fyrsti með ögn breyttu sniði í ár
Sumardagurinn fyrsti verður með ögn breyttu sniði í ár. Allir skátar í Heiðabúum, hvort sem þeir eiga heima í Reykjanesbæ, Garði eða Sandgerði mæta og taka þátt í frábærum degi. Dagurinn hefst með skrúðgöngu frá skátahúsinu, Hringbraut 101.
Dagskrá dagsins er svona:
kl. 12:00 Skrúðganga frá skátahúsinu í Keflavík, Hringbraut 101.
Kl. 12:30 skátaathöfn í Keflavíkurkirkju.
Kl. 13:30 Skátaskemmtun við skátahúsið í Keflavík.
Kassaklifur, póstaleikur, eldþraut, grillaðar pylsur og almenn skemmtileg heit, fyrir alla skáta og foreldra þeirra og einnig fyrir alla þá Suðurnesjamenn sem vilja taka þátt í frábærum degi.