Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 22. apríl 2003 kl. 10:57

Sumardagurinn fyrsti – skrúðgöngur í Keflavík og Sandgerði

Skátafélagið Heiðabúar minnir á skrúðgöngur til þess að fagna sumri og skátamessur sem haldnar verða. Í fyrsta sinn fer skátavígslan fram í safnaðarheimilinu í Sandgerði og vonumst við til þess að sjá sem flesta bæjarbúa ganga með okkur til messu og fagna sumri og nýjum skátum.Mæting í skátahús í Keflavík klukkan tíu (10:00), fyrir skrúðgöngu í Keflavík, mæting í Sandgerði klukkan 13:00, mæta í skátahúsið í Sandgerði sem er að Suðurgötu 10, allir að mæta bæði þeir sem eiga að vígjast sem og aðrir. Ylfingar eru sérstaklega beðnir um að mæta til messu í Sandgerði en óvæntur gestur mun mæta þar frá Bandalagi Íslenskra Skáta.

Skátafélagið Heiðabúar óska öllum Suðurnesjamönnum gleðilegs sumars.

Með skátakveðju!

Ragnhildur L. Guðmundsdóttir Félagsforingi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024