Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Þriðjudagur 22. apríl 2003 kl. 10:57

Sumardagurinn fyrsti – skrúðgöngur í Keflavík og Sandgerði

Skátafélagið Heiðabúar minnir á skrúðgöngur til þess að fagna sumri og skátamessur sem haldnar verða. Í fyrsta sinn fer skátavígslan fram í safnaðarheimilinu í Sandgerði og vonumst við til þess að sjá sem flesta bæjarbúa ganga með okkur til messu og fagna sumri og nýjum skátum.Mæting í skátahús í Keflavík klukkan tíu (10:00), fyrir skrúðgöngu í Keflavík, mæting í Sandgerði klukkan 13:00, mæta í skátahúsið í Sandgerði sem er að Suðurgötu 10, allir að mæta bæði þeir sem eiga að vígjast sem og aðrir. Ylfingar eru sérstaklega beðnir um að mæta til messu í Sandgerði en óvæntur gestur mun mæta þar frá Bandalagi Íslenskra Skáta.

Skátafélagið Heiðabúar óska öllum Suðurnesjamönnum gleðilegs sumars.

Með skátakveðju!

Ragnhildur L. Guðmundsdóttir Félagsforingi.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25