Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sumardagsganga í 17. júníveðri
Fimmtudagur 24. apríl 2008 kl. 16:52

Sumardagsganga í 17. júníveðri

Skrúðganga Sumardagsins fyrsta í Reykjanesbæ fór fram í sannkölluðu 17 júní-veðri, vætu og smá vindi. Skrúðgangan var hefðbundinn og nokkuð fjölmenn. Skátar fóru fremstir en í kjölfar þeirra fylgdi lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og síðan almenningur, en foreldrar með ung börn voru fjölmennir.

Skrúðgangan fór af stað frá skátahúsinu við Hringbraut og endaði við Keflavíkurkirkju, þar sem fram fór skátamessa þar sem séra Sigfús B. Ingvason messaði.

Í dag hafa svo skátar gert sér glaðan dag við skátahúsið þar sem hefur verið grillað og farið í ýmsar þrautir, eins og t.a.m. kassaklifur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson