Sumarbrúðkaupin í algeymingi!
Flestir kjósa að ganga í það heilaga á fögrum sumardögum. Valdimar Valsson og Snjólaug Jakobsdóttir buðu í fertugsafmæli en það breyttist í óvænt brúðkaup. Þetta og margt skemmtilegt fleira í næsta tölublaði TVF, tímarits Víkurfrétta sem kemur út á hádegi næsta miðvikudag. Meðal annars efnis má nefna sjóðheitt viðtal úr bæjarpólitíkinni við Jónínu Sanders sem útilokar ekkert í framtíðarpólitíkinni. Viðtal við Júlíus Samúelsson myndlistarmann en hann bjó í Suður Afríku í nokkur ár og upplifði m.a. þegar aðskilnaðarstefnan var afnumin. Einnig má nefna viðtal við Gunnar Eyjólfsson, listamann Reykjanesbæjar 2001 og svaka myndir af Suðurnesjaskvísum með Rammstein-hljómsveitinni baksviðs. Fleira forvitnilegt má nefna, t.d. fernir tvíburar í sömu fjölskyldu, gamlir karlar á mótorhjólum, 85 ára gömul kona með sunddellu og önnur eldri kona sem hefur ódrepandi áhuga á körfubolta og íþróttum almennt. Sjáið líka þrenna markaskorara úr sömu fjölskyldu, nýjan sundmeistara og Suðurnesjakylfinga á Opna bandaríska meistaramótinu. Síðast en ekki síst mannlíf á dansiböllum og hér og þar. Sumarið í algleymingi.