Súma trommukvartett heldur tónleika hjá Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar
Súma trommukvartett heldur tónleika hjá Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar miðvikudaginn 20. júlí kl. 20:00. Tónleikarnir fara fram í bókasafni Suðurnesjabæjar, Sandgerði.
Súma kvartettinn hefur verið starfandi frá 2011 þótt ekki oft til hans sjáist og eru þetta þeirra fyrstu eiginlegu sólótónleikar. Það verður leikið, spunnið, unnið og síðast en ekki síst haft gaman. Víddir hljómheimsins verða kannaðar til hins ítrasta og ótroðnar ævintýraslóðir fetaðar.
Aðgangur er ókeypis.
Jazzfjelag Suðurnesjabæjar er styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja, Félagi íslenskra hljómlistarmanna, Menningarsjóði Suðurnesjabæjar og Samkaup.