SÚLUDANS Í „SÚLUBYGGÐ" OG SPORTBAR
Úrvalsaðstaða þar sem íþrótta-áhugafólk getur safnast samanMikil umræða hefur verið um fyrirhugaða opnun skemmtistaðarins Casino sem gert er ráð fyrir að hefji störf innan skamms tíma. VF fór og ræddi við rekstraraðila Casino, Jón M. Harðarson, og spurði hann spjörunum úr.„Casino verður tvískiptur staður, annars vegar Sportbar og hins vegar erótískur dansstaður. Ég vissi svo sem alveg að einhverjir myndu fá fyrir brjóstið við opnun skemmtistaðar hér í Keflavík sem byði upp að erótískan dans og mála skrattann á vegginn. Ég vil því benda á að nektardans er ekkert nýtt fyrirbæri á Íslandi og ef ég man rétt þá hófst þetta hjá félagasamtökum og íþróttafélögum fyrir 15 árum síðan, í góðgerðarskyni allt saman. Þá finnst mér leiðinlegt hve fólk einblínir á dansinn því við höfum lagt mikið í Sportbarinn og með tilkomu hans er loksins kominn úrvalsaðstaða þar sem íþróttaáhugamenn geta safnast saman og fylgst með því helsta sem er að gerast í íþróttunum." Nú hafa margir haft á orði að á nektardansstöðum fylgi fíkniefni og vændi. Hvað finnst þér um þennan málflutning?„Ég get ekki séð neinn mun á þessum stað og öðrum skemmtistöðum í Reykjanesbæ. Ég held að flestir viti ekki hve mikið mál er að opna skemmtistað. Gerðar eru miklar kröfur til aðbúnaðar, hreinlætis og öryggis auk þess sem viðamikið opinbert eftirlit er með starfsseminni og ég geri mér fullkomlega ljóst að komi eitthvað upp á get ég misst starfsleyfið“.